Fótbolti

Gummi skaut Start áfram í bikarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur fagnar marki í leik með Start.
Guðmundur fagnar marki í leik með Start.
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson skoraði sigurmark Start þegar liðið lagði Egersund 3-2 á útivelli í norska bikarnum í dag.

Egersund spilar í þriðju efstu deild og reiknuðu því flestir með því að um þægilegan leik yrði að ræða fyrir Guðmund og félaga. Annað kom þó á daginn.

Matthías Vilhjálmsson skoraði mark gestanna í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 1-1. Allt stefndi í framlengingu þegar Guðmundur skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Start sæti í næstu umferð.

„Það er góð tilfinning að skora og hvað þá sigurmark. Ég er ánægður með sigurinn og að vera kominn áfram í bikarnum. Við gerðum þetta erfitt fyrir okkur en sigur er sigur," sagði Guðmundur í viðtali á heimasíðu Start.

Sarpsborg úr leik gegn c-deildarliðiÁsgeir Börkur Ásgeirsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru í byrjunarliðinu og Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður þegar Sarpsborg 08 féll út úr bikarnum gegn Kvik Halden í 3. deild.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var í liði Sandnes Ulf sem féll óvænt úr leik gegn liði Flekkeröy 2-0. Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson þjálfar lið Flekkeröy sem spilar í þriðju deild.

Þá var Birkir Már Sævarsson í liði Brann sem vann 6-1 sigur á útivelli á Öystese.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×