Enski boltinn

Markaveislan í kveðjuleik Sir Alex

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Leikmenn West Brom og Manchester United buðu til veislu á The Hawthorns í West Bromwich í dag. Lokatölurnar urðu 5-5 þar sem Romelu Lukaku stal senunni.

Belginn stóri og stæðilegi skoraði þrennu í síðari hálfleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. West Brom spillti því kveðjustund Sir Alex sem leyfði sér þrátt fyrir allt að brosa og þakka stuðningsmönnum í leikslok.

Í spilaranum hér að ofan má sjá markaveisluna frá því í dag en Sir Alex stýrði United í 1500. leiknum og þeim síðasta í dag.


Tengdar fréttir

Lukaku spillti kveðjustund Sir Alex

Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu í ótrúlegu 5-5 jafntefli West Brom og Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×