Enski boltinn

Mata og Torres sáu um Everton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Juan Mata og Fernando Torres skoruðu mörk Chelsea sem lagði Everton að velli 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Juan Mata kom heimamönnum yfir strax á 7. mínútu en Skotinn Steven Naysmith jafnaði metin fyrir Everton á 14. mínútu. Stjórarnir Rafael Benitez og David Moyes stýrðu liðum sínum í síðasta skiptið og vildu kveðja sín lið með sigri.

Aðeins eitt lið getur unnið hvern leik og það voru bláklæddir heimamenn sem fögnuðu sigri. Fernando Torres skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir undirbúning Victor Moses.

Chelsea hafnar í 3. sæti deildarinnar en það var ljóst fyrir leik dagsins. David Moyes skilar Everton í 6. sæti deildarinnar en hann tekur við Manchester United í sumar.


Tengdar fréttir

Norwich skellti City og Nolan með þrennu

Kanarífuglarnir frá Norwich gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur á andlausu liði Manchester City á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×