Enski boltinn

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.

Tottenham varð að vinna sigur og treysta á að Arsenal skrikaði fótur. Heimamönnum gekk þó bölvanlega að finna leiðina í markið gegn Sunderland sem hafði að engu að keppa í lokaumferðinni.

David Vaughan var rekinn útaf með sitt annað gula spjald stundarfjórðungi fyrir leikslok en ellefu leikmönnum Tottenham tókst ekki að skora fyrr en á 89. mínútu. Markið glæsilega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Spurs tíu mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×