Íslandsmeistarar Þórs/KA unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Pepsí deild kvenna þegar liðið lagði HK/Víking í Fossvoginum 4-1.
Lára Einarsdóttir kom norðanstúlkum yfir á 7. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Mateja Zver annað mark Þórs/KA. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.
HK/Víkingur minnkaði muninn á 7. mínútu seinni hálfleiks en Katrín Ásbjörnsdóttir kom gestunum tveimur mörkum yfir á ný á 74. mínútu. Fimm mínútum síðar gerði Arna Benný Harðardóttir út um leikinn og Þór/KA því komið í fjögur stig úr þremur leikjum.
HK/Víkingur er enn án stiga.

