Lesendur Vísis hafa gert upp hug sinn um hvert var fallegasta markið í 1. umferð Pepsi-deildar karla.
946 höfðu greitt atkvæði þegar lokað var fyrir þátttöku og hafði mark Hauks Páls Sigurðssonar fyrir Val gegn Fylki töluverða yfirburði í kosningunni og hlaut tæpan þriðjung atkvæða.
Mark Framarans Bjarna Hólm Aðalsteinssonar í Ólafsvík hafnaði í öðru sæti og mark Halldórs Orra Björnssonar fyrir Stjörnuna á KR-vellinum varð þriðja.
Haukur Páll Sigurðsson fyrir Val gegn Fylki - 31.4%
Bjarni Hólm Aðalsteinsson fyrir Fram gegn Víkingi Ólafsvík - 24,8%
Halldór Orri Björnsson fyrir Stjörnuna gegn KR - 17,7%
Jóhann Helgi Hannesson fyrir Þór gegn Breiðabliki - 16,6%
Atli Viðar Björnsson fyrir FH gegn Keflavík - 9.5%
Nú stendur yfir kosning um besta mark annarrar umferðar. Mörkin má sjá hér.
Haukur Páll átti flottasta markið í fyrstu umferð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti