Það bendir flest til þess að framherji Barcelona, David Villa, yfirgefi félagið í sumar. Hann er meðal annars orðaður við Atletico Madrid.
Forseti Atletico, Enrique Cerezo, hefur gefið í skyn að félagið muni bjóða í framherjann í sumar en félagið vantar nýjan framherja því Radamel Falcao er klárlega á förum.
"Við erum alltaf á höttunum eftir alvöru leikmönnum. Ef við ætlum að bjóða í Villa þá munum við fyrst hafa samband við Barcelona," sagði Cerezo.
Villa kom til Barcelona frá Valencia árið 2010 og hefur spilað yfir 100 leiki fyrir félagið. Hann hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir að hafa meiðst illa á síðasta ári.
Atletico hefur áhuga á Villa

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti