Fótbolti

Margrét Lára og félagar apa eftir Beverly Hills

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristianstad vann góðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðið hefur farið ágætlega af stað í ár og ætlar sér stóra hluti líkt og Margrét Lára Viðarsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

Liðið komst í fréttirnar á síðustu leiktíð þegar það sendi frá sér skemmtilegt myndband þar sem liðið setti sig í spor strandvarða úr samnefndum sjónvarpsþáttum.

Nýtt tímabil þýðir greinilega nýtt myndband þar sem slegið er á létta strengi í takt við bandarískan sjónvarpsþátt. Nú hefur Beverly Hills 90210 orðið fyrir valinu. Sif Atladóttir, Margrét Lára, Guðný Björk Óðinsdóttir og þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir fara á kostum í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.




Tengdar fréttir

Margrét Lára kom af bekknum og skoraði tvö mörk

Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæra innkomu þegar Kristianstad vann 4-1 útisigur á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Margrét Lára kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði tvö mörk.

Stefnum á titilinn

Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn.

Fyrsta tap Kristianstad

Kristianstad tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Umeå á heimavelli. Gestirnir unnu, 2-1, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×