Menning

Áslaug og Birgitta tilnefndar til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs

Áslaug Jónsdóttir og Birgitta Sif eru tilnefndar fyrir hönd Íslands til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs.
Áslaug Jónsdóttir og Birgitta Sif eru tilnefndar fyrir hönd Íslands til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Áslaug Jónsdóttir og Birgitta Sif eru tilnefndar fyrir hönd Íslands til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs, sem afhent verða í fyrsta sinn á þessu ári.

Tilnefningarnar voru kynntar á bókmenntahátíðinni í Lillehammer, sem hófst í gær. Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Skrímslaerjur, ásamt meðhöfundum sínum Kalle Güettler og Rakel Helmsdal en Birgitta Sif fyrir bókina Ólíver. Báðar bækurnar komu út hjá Máli og menningu í fyrra.

Auk Áslaugar og Birgittu voru höfundar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum og samíska málsvæðinu einnig tilnefndir.

Ákveðið var að koma verðlaununum á laggirnar á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í nóvember og verða þau sjálfstæð frá Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Tilkynnt verður um sigurvegara í Osló í október. Verðlaunféð er 350 þúsund danskar krónur eða tæplega 7,5 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×