Fótbolti

Flestir styðja Þór/KA og FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Auðunn

MMR kannaði stuðning við lið í Pepsi-deildum karla og kvenna og er niðurstaðan sú að flestir styðja ríkjandi Íslandsmeistarana í hvorri deild.

Þór/KA er með langmestan stuðning, hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Nítján prósent svarenda sögðust styðja liðið í Pepsi-deild kvenna en næst á eftir kom Breiðablik með 11,3 prósent.

Af karlaliðunum fékk FH stuðning 10,1 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni. 9,8 prósent sögðust halda með Þór og 9,4 prósent með Breiðabliki.

Af þeim sem svöruðu könnuninni héldu fæstir með kvennaliði Þróttar (4,2%) og karlaliði Keflavíkur (3,9%).

Hér má sjá heildarniðurstöðuna:

Pepsi-deild karla:

FH 10,1%

Þór 9,8%

Breiðablik 9,4%

ÍBV 9,3%

KR 9,3%

Valur 8,5%

ÍA 6,6%

Fram 6,1%

Stjarnan 5,5%

Fylkir 4,5%

Víkingur Ó 4,3%

Keflavík 3,9%

Pepsi-deild kvenna:

Þór/KA 19,0%

Breiðablik 11,3%

Valur 8,9%

ÍBV 7,3%

Stjarnan 7,2%

FH 6,7%

Selfoss 5,4%

HK/Víkingur 4,4%

Afturelding 4,3%

Þróttur 4,2%

Spurt var tveggja spurninga:

1. „Með hvaða liði heldur þú í efstu deild karla í fótbolta (Pepsideildinni)?“

2. „Með hvaða liði heldur þú í efstu deild kvenna í fótbolta (Pepsideildinni)?

Svarmöguleikar voru eftirfarandi:

Spurning 1: Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, ÍA, ÍBV, Keflavík, KR, Stjarnan, Valur, Víkingur Ólafsvík, Þór, Engu og Veit ekki/vil ekki svara.

Spurning 2: Afturelding, Breiðablik, FH, HK/Víkingur, ÍBV, Selfoss, Stjarnan, Valur, Þór/KA, Þróttur Reykjavík, Engu og Veit ekki/vil ekki svara.

Samtals sögðust 59,2% halda með knattspyrnuliði í efstu deild karla eða kvenna, 38,6% sögðust ekki halda með neinu liði og 2,2% svöruðu veit ekki/vil ekki svara.

Af þeim sem sögðust styðja lið í efstu deild sögðust 10,9% ekki halda með neinu liði í efstudeild karla og 18,6% sögðust ekki halda með liði í efstudeild kvenna.

Af þeim sem sögðust styðja lið í efstu deild tóku 0,7% ekki afstöðu til spurningar 1 (karlalið) og 2,8% til spurningar 2 (kvennalið).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×