Innlent

Köttur sjö ára stúlku fannst skotinn

Boði Logason skrifar
Kötturinn fannst í fjörunni í Bolungarvík. Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Kötturinn fannst í fjörunni í Bolungarvík. Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pjetur

Köttur sjö ára stúlku sem hafði verið týndur í þrjá daga fannst dauður á hafnarsvæðinu Bolungarvík í gær en svo virðist sem kötturinn hafi verið skotinn til dauða með byssu.

Það er vestfirski fréttavefurinn BB.is sem greinir frá málinu en þar segir Reimar Vilmundarson, faðir stúlkunnar, að samnemendur stúlkunnar hafi fundið köttinn í fjörunni og látið vita. Þegar hann hafi farið í fjöruna hafi hann séð á honum göt eftir skot.

„Stelpunni leið illa yfir því að kötturinn hafi verið skotinn og það innanbæjar í Bolungarvík. Hún er sjö ára gömul og hafði átt köttinn í á annað ár," segir hann.

„Krakkar sáu mann skjóta í fjörunni en hann var að veiða mink. Hann fullyrðir að hann hafi ekki skotið köttinn. Það eina sem ég veit er að það sást til hans skjóta þarna. Kötturinn týndist sama dag og hann var að veiða. Ég sé engan tilgang í að kæra þetta. Ég get ekkert sannað, það eina sem ég veit er að það eru kúlugöt á kettinum,“ segir Reimar í samtali við BB.is.

Frétt BB.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×