Innlent

Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu

Jakob Bjarnar skrifar
Myndirnar átta, umhverfislistaverkin, en þrjár myndanna eru greinilega frá Íslandi.
Myndirnar átta, umhverfislistaverkin, en þrjár myndanna eru greinilega frá Íslandi.

"Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi.

Julius von Biscmarck segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð frá Íslandi vegna málsins: "Mjög athyglisvert hvernig viðtökur verkið hefur fengið í landi þínu," segir hann við Vísi.

Yfirlýsing hans var á pdf-formi en skjalið nefnir von Bismarck "Iceland-shit-storm". Þar kemur meðal annars fram að átta ljósmyndir sem eru á sýningunni í Berlín, þeirri sem vakti athygli Hlyns Hallssonar, að von Bismarck ætti hlut að máli er varðar umhverfisvandalismann umræddan, séu teknar í fjórum löndum á árunum 2012 og 2013. Þær voru unnar í samstarfi við nafnlausa listamenn á hverjum stað um sig, sem gerðu áletranir í landslag. Júlíus von Bismarck var ekki ábyrgur fyrir gjörðum viðkomandi listamannam, né stjórnaði hann þeim. Listamennirnir unnu algerlega á eigin forsendum, hver um sig.

Þá segir: Í eina skiptið sem Bismarck hefur verið á Íslandi þá var það árið 2010.

"Kunst (Art)

The 8 photographs of the series "Kunst" (Art) where taken in 4 different countries in 2012 & 2013. Different anonymous artists colloborated on each location to produce the inscriptions. Julius von Bismarck wasn´t at any time in control of the actions of these artists. The artists acted completely on there own regarding each inscription.

Th only time Bismcarck has been in Iceland was in 2010."


Tengdar fréttir

Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn

Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×