Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2013 11:49 Von að Bismarck sé brugðið, enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við brotinu sem um ræði. Umrædd mynd af verkum hans hefur verið fjarlægð af vefsíðu. Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess. Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess.
Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30