Íslenski boltinn

Leikur FH og Breiðabliks í beinni á Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Kristjánsdóttir verður að óbeyttu í búrinu hjá Blikum í kvöld.
Birna Kristjánsdóttir verður að óbeyttu í búrinu hjá Blikum í kvöld. Mynd/Daníel

Fróðlegt verður að sjá hvort FH-ingum takist að stöðva sigurgöngu Breiðabliks þegar liðin mætast í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í Kaplakrika í kvöld.

Blikastúlkur hafa verið á mikilli siglingu það sem af er móti og unnið alla leiki sína. Liðið deilir toppsætinu með Stjörnunni sem hefur þó mun betri markatölu.

FH hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum og er í 6.-7. sæti ásamt Valskonum með fimm stig.

Leikur liðanna hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Vísi.

Aðrir leikir

Klukkan 18

ÍBv - Afturelding

Þór/KA  - Selfoss

Klukkan 19.15

Hk/Víkingur - Valur

Stjarnan - Þróttur


Tengdar fréttir

Vildi koma í veg fyrir væl

"Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar.

Ekki boðið upp á hamborgara

Danka Podovac hefur farið á kostum í Pepsi-deild kvenna í sumar. Danka er markahæst í deildinni þrátt fyrir að leika sem framliggjandi miðjumaður. Íslenski ríkisborgarinn saknar kærastans og fjölskyldunnar heima í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×