Erlent

Bandarískri ferðakonu nauðgað á Indlandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælastöðu gegn kynferðsofbeldi á Indlandi.
Frá mótmælastöðu gegn kynferðsofbeldi á Indlandi. mynd/afp

Þriggja manna er leitað í ríkinu Himachal Pradesh í norðurhluta Indlands vegna hópnauðgunar á bandarískri ferðakonu í gær.

Að sögn lögreglunnar var ráðist á konuna og henni nauðgað eftir að hún þáði far hjá þremur mönnum í flutningabíl í bænum Manali í gær. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögregla hefur sett upp vegatálma og leitar nú mannanna.

Mikið hefur verið fjallað um kynferðisofbeldi á Indlandi undanfarið, í kjölfar hópnauðgunar í strætisvagni í boginni Delí í desember, þar sem ung kona lést af sárum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×