Fótbolti

Valur vann í átta marka leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrir Val í kvöld.
Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrir Val í kvöld. Mynd/Valli
Valskonur lentu 2-0 undir gegn FH í Pepsi-deild kvenna en náðu að snúa leiknum sér í hag og vinna tveggja marka sigur í átta marka leik.

Heiða Dröfn Antonsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir komu FH-ingum yfir á fyrstu 30 mínútum leiksins en þá ákvað Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, að gera breytingu á sínu liði.

Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Svönu Rún Hermannsdóttur og aðeins nokkrum sekúndum síðar var Valur búið að minnka muninn. Dóra María Lárusdóttir gerði það.

Elín Metta Jensen jafnaði svo metin stuttu síðar og Svava Rós kom svo Val yfir í upphafi síðari hálfleiks. Elín Metta bætti fjórða markinu við með marki úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.

Ashlee Hincks skoraði þriðja mark FH á 62. mínútu eftir undirbúning Sigrúnar Ellu Einarsdóttur.

Svava Rós innsiglaði svo 5-3 sigur í uppbótartíma en skömmu áður hafði hún sloppið ein í gegnum vörn FH. Nanna Rut Jónsdóttir varði þá vel frá henni.

Stjarnan vann Selfoss, 2-0. Fyrra mark Stjörnunnar var sjálfsmark en Harpa Þorsteinsdóttir skoraði hitt.

HK/Víkingur hafði svo betur gegn Þrótti, 2-0, en fyrr í kvöld vann Breiðablik 3-1 sigur á ÍBV.

Valur er komið upp í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig en Stjarnan er sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og þriggja stiga forystu á Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×