Íslenski boltinn

Jafnt fyrir norðan | Myndasyrpa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Breiðablik gaf eftir í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna en liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Þórs/KA á Akureyri.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom Blikum yfir snemma í leiknum en Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin fyrir heimamenn á 79. mínútu.

Þá vann ÍBV 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Teresa Rynier kom FH-ingum yfir á 20. mínútu en Eyjakonur svöruðu með mörkum þeirra Shaneka Gordon, Sóleyjar Guðmundsdóttur og Bryndísar Jóhannesdóttur.

Myndasyrpa úr leik ÍBV og FH má sjá hér fyrir ofan.

Blikar eru í öðru sæti deildarinnar með nítján stig, tveimur á eftir Stjörnunni, en ÍBV komst upp í sextán stig með sigrinum. Þór/KA er svo í fjórða sæti með tólf stig eins og málin standa nú og FH er í sjöunda sæti með átta stig.

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×