Sport

Hafdís með tvö gull í dag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir vann tvö gullverðlaun á Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum í dag. Hún vann keppni kvenna í langstökki og 400 metra hlaupi auk þess að ná í brons í 100 metrum.

Hafdís stökk 6,17 metra í langstökkinu og hljóp 400 metrana á 54,18 sekúndum. Hún var aðeins hársbreidd frá silfrinu í 100 metra hlaupinu sem hún hljóp á 11,99 sekúndum og var aðeins 0,01 sekúndu frá öðru sæti.

Hin bráð efnilega Þórdís Eva Steinarsdóttir úr FH vann þrístökks keppni stelpna 13 ára með aldursflokkameti. Hún stökk 11,24 metra og bætti gamla metið um 41 sentimetra.

Rap uel Pino frá UFA vann spjótkast 12 ára stráka með kast upp á 38,35 metra en öll úrslit íslensku keppandanna á Gautborgarleikunum má finna á vef Frjálsíþróttasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×