"Fólk er að pakka saman hérna á Blautasandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 19:54 Þráinn og félagar gáfust upp á "Blautasandi" INSTAGRAM/thrainnko „Gætum ekki verið blautari þótt við reyndum," segir Þráinn Kolbeinsson, bardagakappi, á Instagram síðu sinni. Þráinn er ásamt hópi vina staddur á Rauðasandi þar sem tónlistarhátíðin Rauðasandur Festival fer fram um helgina. Veðrið á svæðinu hefur verið afleitt og tjöld hafa fokið og brotnað á svæðinu. „Ég er rétt ókominn á Patreksfjörð núna," segir Þráinn í samtali við fréttastofu.Hann segir hópinn vera búinn að pakka saman og förinni heitið á Patreksfjörð. „Ég held að það séu allir á leiðinni á Patreksfjörð núna eða heim. Þetta er mikið óveður, tjöld eru búin að vera að fjúka og brotna. Það eru held ég allir að pakka saman. Þegar við fórum var annar helmingurinn farinn og hinn helmingurinn að pakka saman." „Ég var orðinn blautur inn að beini," bætir hann svo við. Lögregla og björgunarsveitir eru komnar á svæðið til að aðstoða fólk við að pakka saman föggum sínum. Hörður Sveinsson ljósmyndari er einnig á hátíðinni en hann segir gesti enn bjartsýna, enda séu hátíðargestir að færa sig inn á Patreksfjörð til að halda áfram að skemmta sér. „Við fáum gistingu í grunnskólanum á Patreksfirði og einhverjir ætla að spila í Sjóræningjahúsinu hérna á Patreksfirði hérna í kvöld. Við tökum þessu bara mjög rólega og flestir eru bara mjög jákvæðir þrátt fyrir allt," segir Hörður.Mikill veðurofsi hefur gengið yfir landið og til að mynda hafa tjöld UMFÍ á Selfossi fokið svo að kalla þurfti út björgunarsveitir. Fólk fékk tilmæli um að pakka saman og aðstoð frá björgunarsveitum. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
„Gætum ekki verið blautari þótt við reyndum," segir Þráinn Kolbeinsson, bardagakappi, á Instagram síðu sinni. Þráinn er ásamt hópi vina staddur á Rauðasandi þar sem tónlistarhátíðin Rauðasandur Festival fer fram um helgina. Veðrið á svæðinu hefur verið afleitt og tjöld hafa fokið og brotnað á svæðinu. „Ég er rétt ókominn á Patreksfjörð núna," segir Þráinn í samtali við fréttastofu.Hann segir hópinn vera búinn að pakka saman og förinni heitið á Patreksfjörð. „Ég held að það séu allir á leiðinni á Patreksfjörð núna eða heim. Þetta er mikið óveður, tjöld eru búin að vera að fjúka og brotna. Það eru held ég allir að pakka saman. Þegar við fórum var annar helmingurinn farinn og hinn helmingurinn að pakka saman." „Ég var orðinn blautur inn að beini," bætir hann svo við. Lögregla og björgunarsveitir eru komnar á svæðið til að aðstoða fólk við að pakka saman föggum sínum. Hörður Sveinsson ljósmyndari er einnig á hátíðinni en hann segir gesti enn bjartsýna, enda séu hátíðargestir að færa sig inn á Patreksfjörð til að halda áfram að skemmta sér. „Við fáum gistingu í grunnskólanum á Patreksfirði og einhverjir ætla að spila í Sjóræningjahúsinu hérna á Patreksfirði hérna í kvöld. Við tökum þessu bara mjög rólega og flestir eru bara mjög jákvæðir þrátt fyrir allt," segir Hörður.Mikill veðurofsi hefur gengið yfir landið og til að mynda hafa tjöld UMFÍ á Selfossi fokið svo að kalla þurfti út björgunarsveitir. Fólk fékk tilmæli um að pakka saman og aðstoð frá björgunarsveitum.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira