Snowden-frumvarp lagt fram á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 16:49 Þessir þingmenn vilja að Edward Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt. Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden verði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Ögmundur sagði þetta um stöðu Snowden á Alþingi fyrr í dag. „Við erum að tala um stórpólitískt mál. Einstaklingur sem að hefur upplýst heimbyggðina um stórfelld mannréttindabrot, brot á persónuvernd og stjórnarskrá nánast allra landa, er að leita landvistar. Hann á hvergi höfði að halla," sagði Ögmundur á þingi í dag. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði á á Alþingi í dag að nefndin hefði ekki fjallað um málið og vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, segir það hinsvegar alrangt því það sé „lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf," segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58 Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden verði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Ögmundur sagði þetta um stöðu Snowden á Alþingi fyrr í dag. „Við erum að tala um stórpólitískt mál. Einstaklingur sem að hefur upplýst heimbyggðina um stórfelld mannréttindabrot, brot á persónuvernd og stjórnarskrá nánast allra landa, er að leita landvistar. Hann á hvergi höfði að halla," sagði Ögmundur á þingi í dag. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði á á Alþingi í dag að nefndin hefði ekki fjallað um málið og vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, segir það hinsvegar alrangt því það sé „lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf," segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni.
Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58 Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58
Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52