Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:58 "Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Mynd/365 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira