Real Madrid hefur samþykkt að byrja undirbúningstímabilið á æfingaleik á móti enska b-deildarliðinu Bournemouth en liðin munu mætast í Englandi 21. júlí næstkomandi. Þetta verður fyrsti leikur Real Madrid undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti sem tók við Real-liðinu af Jose Mourinho.
Real Madrid fer eftir leikinn til Bandaríkjanna til þess að taka þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða meðal annars ítölsku liðin Juventus og Internazionale.
Real Madrid hafa þegar lofað nýliðunum í ensku b-deildinni að Cristiano Ronaldo verði í leikmannahópi Real Madrid í þessum leik og það verða einnig stjörnuleikmenn eins og Mesut Ozil og Kaká.
Spænsku landsliðsmennirnir verða hinsvegar ennþá í sumarfríi eftir þáttöku sína í Álfukeppninni sem lauk ekki fyrr en um síðustu helgi.
Það má búast við því að það verði uppselt á leikinn enda tekur heimavöllur Bournemouth, Dean Court, aðeins tæplega tíu þúsund manns.
Ancelotti byrjar á móti Bournemouth
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti