Íslenski boltinn

Þrír karlar og þrjár konur í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Hewson úr Fram heldur fram sakleysi sínu í leik á móti Val.
Sam Hewson úr Fram heldur fram sakleysi sínu í leik á móti Val. Mynd/Daníel
Sex leikmenn úr Pepsi-deildum karla og kvenna voru úrskurðaðir í leikbanni á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag, þrír úr Pepsi-deild karla og þrír úr Pepsi-deild kvenna.

Tómas Joð Þorsteinsson úr Fylki, Sam Hewson úr Fram og Andri Adolphson úr ÍA fengu allir eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Tómas Joð og Hewson missa báðir af leik sinna liða í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins en Andri tekur út sitt bann í leik á móti Fylki.

Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni og Michele Dalton hjá Selfossi fengu báðar rautt spjald í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna en Bryndís Jóhannesdóttir hjá ÍBV náði sér þá í sitt fjórða gula spjald í sumar. Allar taka þær út bannið sitt eftir EM-fríið en nú er hlé á kvennadeildinni þar til í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×