Fótbolti

Ari Freyr fer til OB í sumar

Steán Árni Pálsson skrifar
Ari Freyr
Ari Freyr Mynd / heimasíða OB
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason mun ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið OB undir lok mánaðarins.

OB hefur formlega gengið frá kaupunum við sænska liðið Sundsvall en leikmaðurinn samdi við liðið fyrr í þessum mánuði.

Sænska liðið Sundsvall vildi halda Ara Frey út tímabilið í Svíþjóð eða til 1. janúar 2014 þar til samningur hans væri útrunninn.

Núna hafa félögin komist að samkomulagi um kaup og kjör og mun því Ari ganga í raðir OB von bráðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×