Erlent

Tók of stóran skammt af heróíni

Boði Logason skrifar
Cory Monteith,
Cory Monteith,
Cory Monteith, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Glee, lést eftir að hafa tekið of mikið af heróíni og drukkið áfengi í óhóflegu magni.

Þetta er niðurstaða úr krufningu sem greint var frá í dag. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins er haft eftir dánardómstjóranum að ekkert annað bendi til þess en að dauði hans hafi verið hræðilegt slys.

Leikarinn fannst látinn á hótelherbergi sínu á laugardaginn, hann var þrjátíu og eins árs.

Hann hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda síðustu ár, og fór í meðferð í apríl síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Glee-stjarna látin

Cory Monteith, betur þekktur sem Finn Hudson í þáttunum Glee sem sýndir eru á Stöð 2, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Vancouver í gær.

Lea Michele vill syrgja í friði

Lea Michele hefur óskað eftir því að fjölmiðlar sýni henni tillitssemi í kjölfar andláts Cory Monteith.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×