Fótbolti

Klinsmann búinn að ræða við Aron?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggst nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst.

Varnarmaðurinn John Anthony Brooks, sem hefur bæði leikið með yngri landsliðum Þýskalands og Bandaríkjanna, verður í æfingahópnum samkvæmt frétt Kicker. Brooks er í sömu stöðu og Aron Jóhannsson, þ.e. hefur möguleika á að velja hvort hann spili fyrir landslið Þýskalands eða Bandaríkjanna.

Brooks er reyndar ólíkt Aroni ekki fæddur í Bandaríkjunum heldur í Þýskalandi. Faðir hans er bandarískur hermaður en móðir hans þýsk. Brooks ólst upp í Þýskalandi og hefur slegið í gegn með liði Herthu Berlín.

Ekki liggur fyrir hvort Jürgen Klinsmann hafi nú þegar tilkynnt Aroni að hann verði í leikmannahópnum gegn Bosníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×