Sport

Kolbeinn ögn hraðari en Ívar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá hlaupinu í dag. Kolbeinn fagnar en Ívar Kristinn er til vinstri á myndinni.
Frá hlaupinu í dag. Kolbeinn fagnar en Ívar Kristinn er til vinstri á myndinni. Myndir / Benedikt H. Sigurgeirsson
Kolbeinn Höður Gunnarsson náði í sitt annað gull á skömmum tíma á Meistaramóti Íslands á Akureyri er hann vann sigur í spennandi 400 m hlaupi.

Kolbeinn kom í mark á 49,78 sekúndum eftir harða keppni við ÍR-inginn Ívar Kristinn Jasonarson, sem hljóp á 49,95 sekúndum.

Kolbeinn vann í morgun sigur í 100 m hlaupi karla á nýju aldursflokkameti en setti það ekki fyrir sig að vinna 400 m hlaupið einnig.

Það var einnig mikil spenna í 1500 m hlaupi en Hlynur Andrésson kom hársbreidd á undan Birni Margeirssyni, margföldum Íslandsmeistara.

100 m hlaup karla:

1. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA 49,78

2. Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR 49,95

3. Kristinn Þór Kristinsson, HSK 50,96

1500 m hlaup karla:

1. Hlynur Andrésson, ÍR 4:02,03

2. Björn Margeirsson, UMSS 4:02,04

3. Sæmundur Ólafsson, ÍR 4:08,34


Tengdar fréttir

Kolbeinn Höður bætti met Jóns Arnars

Heimamaðurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson náði frábærum tíma í 100 m hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum í morgun.

Arna Stefanía vann á nýju meti

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, bætti í dag eigið aldursflokkamet í 100 m grindahlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri.

Hafdís vann baráttuna gegn Anítu

Hafdís Sigurðardóttir hafði sigur í 400 m hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands á Akureyri í dag eftir spennandi keppni við Anítu Hinriksdóttur.

Hilmar með yfirburði í sleggjukasti

Hilmar Örn Jónsson, ÍR, hefur tryggt sér sín fyrstu gullverðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum en hann kastaði lengst í sleggjukasti í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×