Sport

Hilmar með yfirburði í sleggjukasti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Helgi Björnsson
Hilmar Örn Jónsson, ÍR, hefur tryggt sér sín fyrstu gullverðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum en hann kastaði lengst í sleggjukasti í morgun.

Mótið hófst á Akureyri í dag og stendur yfir þar til á morgun. Hilmar Örn, sem er sautján ára gamall, þykir mikið efni í kastgreinunum og voru yfirburðir hans ótvíræðir í dag.

Hann kastaði lengst 57,04 cm og var næstum níu metrum á undan næsta manni - FH-ingnum Blake Thomas Jakobssyni sem kastaði 48,40 cm.

Í sleggjukasti kvenna sigraði Aðalheiður María Vigfúsdóttir, Breiðabliki, með 43,49 cm. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við ÍR-inginn Maríu Ósk Felixdóttur.

Sleggjukast karla:

1. Hilmar Örn Jónsson, ÍR 57,04 cm

2. Blake Thomas Jakobsson, FH 48,40 cm

3. Vilhjálmur Árni Garðarsson, FH 44,76 cm

Sleggjukast kvenna:

1. Aðalheiður María Vigfúsdóttir, Breiðabliki 43,49 cm

2. María Ósk Felixdóttir, ÍR 43,22 cm

3. Vigdís Jónsdóttir, FH 40,91 cm


Tengdar fréttir

Arna Stefanía vann á nýju meti

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, bætti í dag eigið aldursflokkamet í 100 m grindahlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×