Innlent

Íslenski hjólabrettastrákurinn vekur athygli erlendis

Kristján Hjálmarsson skrifar
Snilldartilþrif Egils Gunnars Kristjánssonar hafa vakið mikla athygli á Youtube.
Snilldartilþrif Egils Gunnars Kristjánssonar hafa vakið mikla athygli á Youtube.
Snilldartilþrif hjólabrettakappans Egils Gunnars Kristjánssonar hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og hafa erlendir aðilar meðal annars óskað eftir samstarfi við hann.

Kristján  Þ. Ársælsson, faðir Egils Gunnar, staðfesti að fyrirspurnir hefðu borist erlendis frá en  vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir hafði samband við hann.

Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Egill Gunnar slegið í gegn í myndbandi á Youtube þar sem hann sést fara afturábak heljarstökk á hjólabretti og lenda örugglega á öðru bretti. Klukkan þrjú í gær höfðu rúmlega þrjú þúsund manns horft á myndbandið á Youtube en nú, sólarhring síðar, hafa 31 þúsund manns séð myndbandið.

"Ég er bara búinn að vera í tvö eða þrjú ár á hjólabretti en ég er búinn að æfa fimleika hjá Ármanni í fimm ár," sagði Egill Gunnar, við Vísi í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×