Knattspyrnukappinn Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana til reynslu hjá IFK Uddevalla í sænsku D-deildinni.
„Hann er með mikla tækni og er eldfljótur sem myndi gefa okkur auka orku í D-deildinni,“ segir Joakim Jensen um Heiðar Geir á heimasíðu félagsins.
Jensen þekkir vel til Jensen en hann lék undir hans stjórn hjá Hammarby á sínum tíma.
„Við erum að vinna í því að loka málinu. Það væri skemmtilegt að fá Heiðar til félagsins og hann vill gjarnan hafa mig sem þjálfara.“
Heiðar Geir lék með Fylkismönnum fyrri hluta Íslandsmótsins í sumar. Heiðar Geir og Fylkir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu um mitt mót að best væri að leiðir skildu.
Úr Árbænum og aftur til Svíþjóðar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn