Fótbolti

Rúnar Már samdi við Sundsvall til 2017

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson skrifar hér undir.
Rúnar Már Sigurjónsson skrifar hér undir. Mynd/Heimasíða Sundsvall
Rúnar Már Sigurjónsson skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við sænska liðið Sundsvall í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Rúnar Már hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Pepsi-deildinni og hann mun nú hjálpa Sundsvall að vinna sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni. GIF Sunsvall er sem stendur í þriðja sæti í sænsku b-deildinni.

„Rúnar er sóknarmiðjumaður en getur spilað allar stöður á miðjunni. Hann styrkur liggur í sendingum og góðum leikskilningi en hann er einnig duglegur að skora eftir góð hlaup af miðjunni," segir Urban Hagblom um íslenska miðjumanninn á  heimasíðu Sundsvall.

„Við höfum haft augun á Rúnari í langan tíma en lögðum meiri áherslu á að fá hann eftir að við seldum landa hans Ara Skúlason til Odense," bætti Hagblom við.

Ari Freyr Skúlason spilaði með Sundsvall-liðinu í langan tíma og þá var Hannes Þ. Sigurðsson einnig í herbúðum félagsins. Jón Guðni Fjóluson er leikmaður liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×