„Það stóð allt í ljósum logum“ Pétur Guðjónsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. ágúst 2013 19:13 MYND/DANÍEL Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“ Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira