Sport

31 íþróttamaður í bann fyrir lyfjamisnotkun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Esref Apak.
Esref Apak. Nordicphotos/AFP
Frjálsíþróttasamband Tyrklands hefur dæmt 31 íþróttamann í tveggja ára keppnisbann vegna notkunar á lyfjum á bannlista. Sambandið tilkynnti þetta í gær.

Meðal íþróttafólksins er sleggjukastarinn Esref Apak, silfurverðlaunahafi í grein sinni á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Auk hans eru a.m.k. tveir íþróttamenn til viðbótar sem kepptu fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar samkvæmt heimildum Reuters.

Talið var að bönn væru yfirvofandi eftir að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið framkvæmdi óvenjumörg lyfjapróf í aðdraganda og á meðan á keppni á Miðjarðarhafsleikunum í Mersin stóð í júní.

Istanbúl er ein þeirra borga sem sækjast eftir því að halda Ólympíuleikana sumarið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×