Ferill Arons í máli og myndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2013 11:00 Aron svekktur á Laugardalsvelli haustið 2009 eftir að Fjölnir féll úr efstu deild. Mynd/Stefán Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins er Aroni, sem er fæddur í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt af þeim sökum, það frjálst. Umsókn þess efnis hefur verið send til FIFA og er aðeins tímaspursmál hvenær hún verður samþykkt. Aron flutti með íslenskum foreldrum sínum hingað til lands þegar hann var þriggja ára. Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta með Fjölni í Grafarvogi og spilaði með liðinu upp alla yngri flokka. Frá haustinu 2007 til vorsins 2008 spilaði Aron þó enga leiki með 2. flokki félagsins þar sem hann dvaldi í Bandaríkjunum.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í desember vera að íhuga hvort hann ætlaði að spila fyrir Bandaríkin eða Ísland.Mynd/StefánAron nam við IMG-íþróttaskólann í Bradenton þar sem fjölmargir efnilegir íþróttamenn, bandarískir og ekki, hafa gengið í skóla. Íþróttafólkið unga sest á skólabekk en æfir þess utan líkt og um atvinnumenn í íþróttinni sé að ræða. Í samtali við Brian Sciaretta, blaðamann á New York Times síðastliðið haust, lét Aron vel af veru sinni vestanhafs. Líklegt má telja að æfingar hans vestanhafs hafi hjálpað honum í framhaldinu. Um haustið spilaði hann sinn fyrsta leik í efstu deild aðeins 17 ára.Aron skoraði þrjú mörk í fimm leikjum undir lok síðustu leiktíðar.Nordicphotos/GettyLjóst er að íslenska karlalandsliðið þarf að óbreyttu að sjá á eftir frábærum sóknarmanni. Aroni hefur verið boðið til æfinga með bandaríska landsliðinu fyrir leik gegn Bosníu 14. ágúst. Ferill Arons er rakin í máli og texta hér að neðan allt frá fæðingu til þess dags er Knattspyrnusamband Bandaríkjanna fagnaði ákvörðun kappans. Hægt er að sjá úttekina í betri upplausn í Fréttablaðinu, sjá hér.Ferill Arons Jóhannssonar Fótbolti Tengdar fréttir "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins er Aroni, sem er fæddur í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt af þeim sökum, það frjálst. Umsókn þess efnis hefur verið send til FIFA og er aðeins tímaspursmál hvenær hún verður samþykkt. Aron flutti með íslenskum foreldrum sínum hingað til lands þegar hann var þriggja ára. Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta með Fjölni í Grafarvogi og spilaði með liðinu upp alla yngri flokka. Frá haustinu 2007 til vorsins 2008 spilaði Aron þó enga leiki með 2. flokki félagsins þar sem hann dvaldi í Bandaríkjunum.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í desember vera að íhuga hvort hann ætlaði að spila fyrir Bandaríkin eða Ísland.Mynd/StefánAron nam við IMG-íþróttaskólann í Bradenton þar sem fjölmargir efnilegir íþróttamenn, bandarískir og ekki, hafa gengið í skóla. Íþróttafólkið unga sest á skólabekk en æfir þess utan líkt og um atvinnumenn í íþróttinni sé að ræða. Í samtali við Brian Sciaretta, blaðamann á New York Times síðastliðið haust, lét Aron vel af veru sinni vestanhafs. Líklegt má telja að æfingar hans vestanhafs hafi hjálpað honum í framhaldinu. Um haustið spilaði hann sinn fyrsta leik í efstu deild aðeins 17 ára.Aron skoraði þrjú mörk í fimm leikjum undir lok síðustu leiktíðar.Nordicphotos/GettyLjóst er að íslenska karlalandsliðið þarf að óbreyttu að sjá á eftir frábærum sóknarmanni. Aroni hefur verið boðið til æfinga með bandaríska landsliðinu fyrir leik gegn Bosníu 14. ágúst. Ferill Arons er rakin í máli og texta hér að neðan allt frá fæðingu til þess dags er Knattspyrnusamband Bandaríkjanna fagnaði ákvörðun kappans. Hægt er að sjá úttekina í betri upplausn í Fréttablaðinu, sjá hér.Ferill Arons Jóhannssonar
Fótbolti Tengdar fréttir "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
"Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00