Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, fékk sannkallaða draumabyrjun í starfi í gær er lærisveinar hans völtuðu yfir Levante, 7-0. Staðan í leikhléi var 6-0.
Miðjumaðurinn Xavi hrósaði nýja þjálfaranum í hástert eftir leikinn og greindi um leið frá því að liðið hefði nánast ekki æft neina taktík á síðustu leiktíð.
Þjálfari liðsins í fyrra, Tito Vilanova, var mikið frá vegna krabbameinsmeðferðar og það hafði sín áhrif segir Xavi.
"Við æfðum litla taktík í fyrra þegar Tito var fjarverandi. Martino er alvöru þjálfari sem leggur mikið á sig. Hann er í góðum tengslum við leikmennina og það eru allir sammála um þær ákvarðanir sem eru teknar," sagði Xavi.
Fleiri leikmenn hrósuðu þjálfaranum líttþekkta eftir leik.
Barcelona æfði litla taktík í fyrra

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn