Ásdís Hjálmsdóttir, eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum í Moskvu, hóf og lauk keppni í morgun þegar hún varð í 21. sæti í undankeppninni í spjótkasti kvenna. Ásdís kastaði lengst 57,65 metra og var tæpum þremur metrum frá því að komast inn í úrslitin.
Neglur keppanda á HM hafa verið í umræðunni síðustu daga eftir að sænski hástökkvarinn Emma Green-Tregaro mætti til leiks með neglur sínar málaðar í öllum regnboganslitum. Hún var með því að mótmæla nýjum lögum í Rússlandi sem banna homma og lesbíur.
Ásdís mætti til leiks í morgun með málaðar neglur en hún sleppti því þó að mála þær í í öllum litum regnbogans eins og sú sænska. Hún var hinsvegar með sínar neglur í íslensku fánalitunum eins og sjá má á þessari skemmtilegu AFP-mynd hér fyrir ofan.
Það hefur tekið Ásdísi örugglega góðan tíma í að mála neglurnar sínar fyrir keppnina en þær vöktu það mikla athygli að þær rötuðu inn í myndabanka AFP-fréttastofunnar.
Neglurnar hennar Ásdísar í fánalitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

