Sport

Isinbayeva endaði ferilinn sem heimsmeistari

Isinbayeva fagnar í dag.
Isinbayeva fagnar í dag.
Stangarstökksdrottningin lauk mögnuðum ferli sínum í dag með því að verða heimsmeistari á heimavelli í Moskvu.

Isinbayeva dugði stökk upp á 4,89 metra til þess að tryggja sér titilinn. Hún reyndi í lokin við nýtt heimsmet upp á 5.07 metra en komst ekki yfir.

Jennifer Suhr frá Bandaríkjunum fékk silfur og Yarislay Silva frá Kúbu brons.

Á meðal annarra meistara á HM í dag má nefna að Þjóðverjinn Robert Harting varð heimsmeistari í kringlukasti í þriðja sinn. Hann kastaði lengst 69,11 metra.

Gerd Kanter, fyrrum lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, fékk brons í kringlukastkeppninni í dag.

Úkraínska stúlkan Hanna Melnychenko fagnaði sigri í sjöþraut. Hún fékk 6.586 stig og var 56 stigum á undan bresku stúlkunni Brianne Theisen Eaton.

Mohammed Aman frá Eþíópíu varð síðan heimsmeistari í 800 metra hlaupi karla. Hann skaut þá Bandaríkjamanninum Nick Symmonds ref fyrir rass á lokametrunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×