Sigurwin skilinn eftir heima í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 18:39 Sara Björk (t.v.), Þóra Björg (t.h.) ásamt liðsfélögum sínum í Malmö á leiðinni heim í lestinni eftir sigurinn í Tyresö. Mynd/Aðsend „Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Sjá meira
„Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Sjá meira