Innlent

Borgarstjórinn í þjóðbúningi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Jón tók sig vel út í íslenskum kvenþjóðbúningi í Gleðigöngunni í ár.
Jón tók sig vel út í íslenskum kvenþjóðbúningi í Gleðigöngunni í ár.
Gleðiganga Hinsegin daganna lagði af stað klukkan 14 í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur. Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, er á meðal þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í göngunni í ár en að þessu sinni klæddist hann íslenskum þjóðbúningi frá Þjóðdansafélagi Íslands.

Poppkóngurinn Páll Óskar var aldrei þessu vant ekki á palli í göngunni en var þó að sjálfsögðu á meðal þeirra sem veifuðu skiltum, samkynhneigðum til stuðnings.

Að sögn viðstaddra er gríðarlegur mannfjöldi í miðbænum en tónleikar hefjast nú kl. 16 á Austurvelli með mörgum af okkar allra vinsælustu skemmtikröftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×