Fótbolti

Þriggja vikna leikjafrí hjá Margréti Láru og Sif

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Lára í leik með Kristianstad.
Margrét Lára í leik með Kristianstad.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eiga næst leik með liði sínu Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni þann 7. september.

Evrópumót kvennalandsliða 19 ára og yngri stendur nú yfir í Wales og á LdB Malmö fulltrúa í landsliðinu. Af þeim sökum var ákveðið að fresta leikjum liðsins á meðan á mótinu stóð. Því líkur 31. ágúst.

Riðlakeppninni í Wales lauk hins vegar á sunnudag og hafnaði Svíþjóð í botnsæti riðilsins. Leikmenn sænsku liðanna eru því komnir aftur til Svíþjóðar.

Vegna frestunar leikjanna verður nokkuð mikið álag á Kristianstad en liðið leikur fjóra leiki á þrettán dögum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið með aðstoð Björns Sigurbjörnssonar en Guðný Björk Óðinsdóttir er einnig á mála hjá liðinu.

Guðný Björk leikur þó ekki meira með liðinu á leiktíðinni enda nýkomin úr sinni fjórðu aðgerð vegna krossbandaslits í hné. Landsliðskonan var í viðtali í Fréttablaðinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×