Arnór Smárason sendir stuðningsmönnum sínum og Helsingborg skýr skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter.
Skagamaðurinn sókndjarfi skoraði annað marka Helsingborg í 2-1 útisigri á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Arnór og félagar sitja í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Malmö.
Níu umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni. Skilaboðin frá Arnóri voru á þessa leið:
„Frábær sigur í dag! Við ætlum okkur enn sænska meistaragullið ef einhver var í vafa um það! ;)"
Ætla sér sænska gullið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn