Aðgerðarpakki um einföldun regluverks kynntur á næstunni Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 19:09 Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira