Hverjir byggðu Færeyjar löngu á undan víkingum? Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 17:25 Frá Færeyjum. Mynd/Vilhelm. Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands. Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum. Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað. Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld," hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church. „Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma," segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar. Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun. Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf. Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri. Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands. Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum. Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað. Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld," hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church. „Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma," segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar. Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun. Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf. Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri. Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent