Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2013 19:05 Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira