Arsenal hefur ekkert gengið á leikmannamarkaðnum í sumar og það hefur farið verulega í taugarnar á stuðningsmönnum félagins. Tap í fyrsta leik í úrvalsdeildinni gerði síðan lítið til þess að róa óánægjuraddirnar.
Arsenal hefur reynt að kaupa bæði Gonzalo Higuain og Luis Suarez í sumar en ekki haft erindi sem erfiði.
Það er enn metnaður hjá forráðamönnum Arsenal að ná í sterka menn því liðið er nú að reyna að kaupa tvo sterka leikmenn frá Real Madrid.
Greint er því í dag að Arsenal sé til í að opna veskið ríflega fyrir þá Karim Benzema og Angel di Maria. Ekki er vitað hvort þeir séu falir.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er einnig sagður vera á höttunum eftir markverði og hefur Iker Casillas, markvörður Real Madrid, verið orðaður við Lundúnafélagið.
Arsenal hefur einnig gert tilboð í Yohan Cabaye hjá Newcastle en því tilboði var hafnað.
Arsenal á eftir Benzema og Di Maria

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn