Of mikil fjárhagsleg áhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 16:50 Aníta Hinriksdóttir hefur náð frábærum árangri fyrir hönd Íslands á vettvangi frjálsra íþrótta á árinu. Nordicphotos/Getty Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira
Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira