Telur ákæru fram komna vegna umfjöllunar á netinu Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 12:14 Snorri Magnússon hefur lesið ákæruskjalið og segir þar ýmislegt koma á óvart svo sem að handtakan hafi verið "ástæðulaus" og "án fyrirvara". Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið náðist á myndband sem vakti mikla athygli Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur líklegt að ákæran sé fram komin meðal annars vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og á netinu. Handtakan sem um ræðir náðist á myndband sem fór sem eldur um sinu á netinu í sumar. Vísir greindi frá málinu í morgun. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði á sínum tíma, í samtali við Vísi, að handtakan væri ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. Hann stendur við þau ummæli. „Jájá. Handtökur líta aldrei vel út. Sama hvaðan frá er horft. Þessi lítur sérstaklega illa út vegna þessa blessaða bekks sem konan skellur utan í. Miður að það hafi gerst. En, handtökuaðferðin sem beitt er, samkvæmt því sem ég kemst næst og af þeim sem sjá um kennslu á þeim hlutum; algerlega í takti við þær kennslubækur sem stuðst er við í þeim efnum.“ Lögmaður konunnar umræddu vildi í morgun ekkert láta eftir sér hafa um málið, né heldur Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem vísar á ríkissaksóknara; æðsta handhafa ákæruvaldins. En, ákæran kemur Snorra mjög á óvart, ekki síst eftir lestur ákæruskjalsins, sem hann segir afar sérkennilegt. „Ég hef lesið ákæruskjalið sjálft. Og þetta kemur mér sannarlega og vissulega á óvart. Að lesa þetta út frá ákæruskjalinu. Þar er ýjað að því að handtakan hafi verið án fyrirvara. Og fleira í þeim dúr. Að handtakan hafi verið ástæðulaus.“ Snorri getur ekki séð að svo sé: „Nei, ég verð að segja það alveg eins og er. Eftir að búið er að hrækja á viðkomandi lögreglumann?“ Aðspurður telur Snorri umfjöllun um málið hafa haft áhrif á það að til ákæru kom. „Nú er oft erfitt að vera spámaður í einhverju svona. En vissulega hvarflar sú hugsun að manni. Ef einhver fótur væri fyrir slíku er illa fyrir okkur komið sem störfum í þessari stétt. Erfitt að eiga við það að handtaka fólk sem brotið hefur af sér ef eftirmáli á að stjórnast af fjölmiðlaumfjöllun og ég tala nú ekki um, einhverri Facebook-umfjöllun.“ Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið náðist á myndband sem vakti mikla athygli Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur líklegt að ákæran sé fram komin meðal annars vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og á netinu. Handtakan sem um ræðir náðist á myndband sem fór sem eldur um sinu á netinu í sumar. Vísir greindi frá málinu í morgun. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði á sínum tíma, í samtali við Vísi, að handtakan væri ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. Hann stendur við þau ummæli. „Jájá. Handtökur líta aldrei vel út. Sama hvaðan frá er horft. Þessi lítur sérstaklega illa út vegna þessa blessaða bekks sem konan skellur utan í. Miður að það hafi gerst. En, handtökuaðferðin sem beitt er, samkvæmt því sem ég kemst næst og af þeim sem sjá um kennslu á þeim hlutum; algerlega í takti við þær kennslubækur sem stuðst er við í þeim efnum.“ Lögmaður konunnar umræddu vildi í morgun ekkert láta eftir sér hafa um málið, né heldur Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem vísar á ríkissaksóknara; æðsta handhafa ákæruvaldins. En, ákæran kemur Snorra mjög á óvart, ekki síst eftir lestur ákæruskjalsins, sem hann segir afar sérkennilegt. „Ég hef lesið ákæruskjalið sjálft. Og þetta kemur mér sannarlega og vissulega á óvart. Að lesa þetta út frá ákæruskjalinu. Þar er ýjað að því að handtakan hafi verið án fyrirvara. Og fleira í þeim dúr. Að handtakan hafi verið ástæðulaus.“ Snorri getur ekki séð að svo sé: „Nei, ég verð að segja það alveg eins og er. Eftir að búið er að hrækja á viðkomandi lögreglumann?“ Aðspurður telur Snorri umfjöllun um málið hafa haft áhrif á það að til ákæru kom. „Nú er oft erfitt að vera spámaður í einhverju svona. En vissulega hvarflar sú hugsun að manni. Ef einhver fótur væri fyrir slíku er illa fyrir okkur komið sem störfum í þessari stétt. Erfitt að eiga við það að handtaka fólk sem brotið hefur af sér ef eftirmáli á að stjórnast af fjölmiðlaumfjöllun og ég tala nú ekki um, einhverri Facebook-umfjöllun.“
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira