Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir verður áfram leikmaður norska félagsins Avaldsnes. Kantmaðurinn skrifaði undir samning út leiktíðina árið 2014 í gær.
Hólmfríður er næstmarkahæsti leikmaður Avaldsnes í deildinni með fimm mörk. Hún spilaði með liðinu í næstefstu deild í fyrra er liðið vann sig upp í deild þeirra bestu. Þar situr liðið í 3. sæti eftir mikla velgengni undanfarnar vikur en liðið hefur auk þess styrkt sig mikið og eru sautján erlendir leikmenn í herbúðum liðsins.
Avaldsnes er auk þess komið í undanúrslitin í bikarnum þar sem liðið mætir Vålerenga.
Fótbolti