Menning

Sannleikurinn um snípinn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sophia Wallace vinnur  að verkefni sem hún nefnir Sníplæsi 101.
Sophia Wallace vinnur að verkefni sem hún nefnir Sníplæsi 101. Mynd/Sophia Wallace
Sophia Wallace, listakona frá New York, vill að heimurinn viti allt um snípinn og þannig „snípsvæða“ umræðuna. Hvatinn að baki verkefnisins er sú fáfræði sem ríkir um þetta merkilega líffæri.

„Það er hneykslanlegt að snípurinn var fyrst uppgötvaður árið 1998. En í raun hefur hann kannski aldrei verið uppgötvaður því það er enn svo lítið vitað um kvenlíkamann,“ segir Sophia í viðtali við The Huffington Post.



Sophia segir snípinn vera eina líkamshluta mannsins sem gegnir eingöngu því hlutverki að vekja ánægju. Hún bendir á að þetta sé ekki bara lítill hnappur sem falinn er á milli fótleggja kvenna heldur stórt, innvortis líffæri sem fáir þekkja.



„Það er skrýtin mótsögn að annars vegar er kvenlíkaminn notaður sem táknmynd fyrir kynlíf í auglýsingum, listum og erótísku efni. Hins vegar kemur hið eina og sanna kynfæri konunnar, snípurinn, ekkert til sögunnar. Konum finnst meira að segja vandræðalegt að biðja bólfélaga sinn um að sinna snípnum. Mér finnst alveg fáránlegt að þetta sé staðan árið 2013,“ segir Sophia.



Á síðasta ári hóf Sophia vinnu að margmiðlunarverkefni sem hún kallar sníplæsi (e. cliteracy). Henni fannst sníplæsi vera viðeigandi orð því það segir svo mikið um málið. „Það sýnir fram á það ólæsi og þá vanfærni sem er gagnvart kvenlíkamanum,“ segir Sophia.

Í myndbandinu útskýrir Sophia betur sníplæsi og verkefnin sem hún hefur unnið í tengslum við það. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×