Innlent

Kynjakvóti tekinn upp í Gettu betur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kynjakvóti tekur gildi í Gettu betur árið 2015.
Kynjakvóti tekur gildi í Gettu betur árið 2015.
Kynjakvóti verður í Gettu betur vorin 2015 og 2016. Stýrihópur keppninnar tók þessa ákvörðun á fundi fyrir skömmu. Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi mega aldrei vera fleiri en tveir af sama kyni í hverju liði. mbl.is greinir frá þessu í kvöld.

Fjórir menntaskólar eiga fulltrúa í stýrihópnum og studdu þrír þeirra tillöguna. Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn greiddu atkvæði með tillögunni. Verzlunarskóli Íslands var á móti.

Mikill meirihluti keppenda Gettu betur hefur í gegnum tíðina verið karlkyns og segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrástjóri RÚV, í samtali við mbl.is að kynjakvóti sé viðleitni af hálfu RÚV til að stuðla að því keppendur liða séu af báðum kynjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×